16.04.1928
Neðri deild: 73. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 162 í D-deild Alþingistíðinda. (2212)

158. mál, útvarp

Flm. ( Gunnar Sigurðsson*):

Um þessa tillögu mætti tala langt mál, því að útvarpsmálið er hið mesta menningarmál, sem fyrir þinginu liggur. En jeg veit, að ræðuhöld breyta ekki atkvæði nokkurs manns um tillöguna. Hún er svo ljós, að hún þarf engrar skýringar. Því þætti mjer best, ef hægt væri að ganga strax til atkvæða, meðan deildin er ályktunarfær.

(* Ræðuhndr. óyfirlesið.)