17.04.1928
Neðri deild: 74. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 172 í D-deild Alþingistíðinda. (2233)

160. mál, gin- og klaufaveiki

Bernharð Stefánsson:

Eins og kom skýrt fram, þegar rætt var um frv. um þetta efni, þá var það einungis til þess að bjarga málinu í gegnum þingið, að landbn. lagði að lokum til, að frv. yrði samþ. óbreytt eins og það kom frá Ed., en alls ekki vegna þess, að landbn. fjellist á þær tilslakanir, sem hv. Ed. hafði gert á frv. Þess vegna lýsir meiri hluti landbn. yfir því, að hann felst á þáltill. þá, sem hjer liggur fyrir, því verði hún samþ., er hægara fyrir stjórnina að beita ákvæðum 3. gr.