17.04.1928
Neðri deild: 74. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 177 í D-deild Alþingistíðinda. (2242)

160. mál, gin- og klaufaveiki

Magnús Jónsson:

Það eru aðeins örfá orð. Mjer finst, að það mætti sannarlega æra óstöðugan, ef hvorug þingdeildin mætti hætta fyr en hin, því ef það ætti að vera ástæðan, þá yrðu báðar að hætta á sömu mínútu, vegna þess, að ef það væri ekki gert, þá gæti hin deildin, sem lengur starfaði, stöðugt tekið mál inn á dagskrá með afbrigðum, og þannig mætti taka hvert einstakt mál, sem ekki hefði orðið útrætt, og fara að vinna að því.

Jeg býst við, að hv. Ed. hafi alls ekki varað sig á þessu, en annars er það verst, að hæstv. atvmrh. (TrÞ) skuli ekki vera hjer viðstaddur, til þess að segja álit sitt á þessu merkilega máli.