14.03.1928
Neðri deild: 47. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1039 í B-deild Alþingistíðinda. (227)

1. mál, fjárlög 1929

Pjetur Ottesen:

Jeg vildi aðeins benda á það, út af því, að verið var að vjefengja það, að jeg færi með rjettar tölur um það, hve vextirnir væru miklir af Flóaáveitunni, að í skjali, sem við höfum báðir, hv. 2. þm. Árn. og jeg, haft frá vegamálastjóra, þá var upphæð vaxtanna 25. apríl 1927 kr. 9806,58, en eftir upplýsingum, sem jeg hefi aflað mjer í dag hjá ríkisfjehirði, þá verður hún 25. apríl næstk. kr. 12258,23, svo ef þetta er vjefengt, þá er verið að vjefengja tölur hjá ríkisfjehirði, en ekki hjá mjer.

Jeg vil svo aðeins bæta því við út af því, sem hv. þm. var að tala um að veita fleiri hundruð þúsundir króna til Hvítárbrúarinnar, að það er ekki gert ráð fyrir því, að hún kosti meira en 150 þús. kr., en hitt þótti mjer mjög hæfilegt, hvar hv. þm. endaði í lok þessara umræðna, því að hv. þm. endaði með því að lenda ofan í hlandfor uppi í Borgarfirði. (Forseti hringir. — MT: Hvað? Var ekki búið að gera yfir hana?).