09.02.1928
Neðri deild: 18. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 257 í D-deild Alþingistíðinda. (2270)

67. mál, endurskoðun fátækralaganna

Pjetur Ottesen:

Það er litið svo á, að stjórninni, sem fjallar um svona lagaðar till., sje styrkur í því að leita ástæðna fyrir tillögunum einmitt í þeim umræðum, sem um þær verða á þingi. Og með því að vísa till. til nefndar, þá leiðir það af sjálfu sjer, að það leiðir til miklu víðtækari athugana og umræðna um málið en orðið getur svona við eina umræðu.

Það er af þessari ástæðu, sem jeg vil halda fram minni till. um, að málinu verði vísað til nefndar.