20.01.1928
Efri deild: 2. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 21 í B-deild Alþingistíðinda. (23)

Kosning fastanefnda

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Af því að jeg var einn þeirra, sem fundu að aðferð hv. þm. Snæf. (HSteins), þáv. forseta, í fyrra, þá vil jeg benda honum á, að með úrskurði sínum um málið lagði hann grundvöll, sem er bindandi fyrir hans flokk og andstæðingana, ef þeir óska að fylgja fordæmi hans. Bókstafur laganna hefir ekki breyst síðan, en það er viðurkent af hv. þm., að nauðsyn brjóti lög um þetta efni. Og það sýnist ekki fjarri sanni að sýna Íhaldinu, að þegar það brýtur lög á öðrum, þá getur fordæmið síðar bitnað á því sjálfu. En jeg held annars, að það væri sönnu næst að breyta lögunum um þetta efni, svo að eigi þurfi oftar að brjóta þingsköpin af svo kallaði brýnni. nauðsyn. Og mjer hefði fundist mjög vel við eigandi, ef háttv. þm. Snæf. hefði undirbúið slíka lagabreytingu eftir það, sem fyrir kom í fyrra.