09.02.1928
Efri deild: 18. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 299 í D-deild Alþingistíðinda. (2330)

73. mál, bréfaskifti milli stjórna Spánar og Íslands

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Jeg vil aðeins segja fáein orð um till. Núverandi stórtemplar hefir komið með þá málaleitun til mín, sem sjá má í greinargerð till. Mjer fanst eðlilegast að svara henni svo, að skipuð væri nefnd í þinginu til að athuga alt, sem í þessu máli hefir gerst fyr og síðar, svo að hægt væri að láta templurum í tje fulla vitneskju um málið. Jeg ímynda mjer, að það geti ekki breytt mjög niðurstöðunum, en úr því að mjög fjölmennur fjelagsskapur óskar að fá að vita alt hið sanna, virðist mjer rjett að verða við þeim tilmælum. Jeg veit ekki til, að neinu þurfi að leyna í þessu máli.