09.02.1928
Efri deild: 18. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 305 í D-deild Alþingistíðinda. (2335)

73. mál, bréfaskifti milli stjórna Spánar og Íslands

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Jeg hefi því miður ekki getað verið hjer í deildinni við þessar umræður, því að jeg hefi verið bundinn við umræður í neðri deild.

Hv. 3. landsk. (JÞ) mun hafa verið að lýsa eftir minni skoðun á þessari till. Mjer skilst, að hún sje flutt eftir ósk ákveðins aðilja í landinu, en ekki Framsóknarflokksins, sem að sjálfögðu getur haft aðgang að þessum skjölum í stjórnarráðinu.

Vilji Íhaldsflokkurinn ekki taka þátt í þessari nefndarskipun, þá tel jeg till. óþarfa.

Annars er jeg ekkert á móti því, að sendir sjeu þrír menn upp í stjórnarráð til þess að athuga þessi plögg.