03.03.1928
Efri deild: 38. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2521 í B-deild Alþingistíðinda. (2408)

17. mál, gin- og klaufaveiki

2408Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Mjer finst skoðun hv. frsm. minni hl. dálítið tvískift í þessu máli. Annarsvegar leggur hann á móti því, að frv. þetta verði samþykt. En að hinu leyti virðist hann hafa heilbrigða skoðun á þessu máli og óskar meðal annars, að strangara eftirlit sje haft með innflutningi dýra og vill láta athuga það til 3. umr. Einnig um það, hvaða vörur sjeu hættulegastar, og vill jafnvel láta endurskoða lögin í heild sinni. En hann heldur, að það muni svæfa athygli stj., að gera lögin um þetta betur úr garði. En slíkt er fjarstæða, að hugsa svo. Hitt er sanni nær, að bæði þurfa lögin að vera fullkomin og stj. vel vakandi.