06.03.1928
Efri deild: 40. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2524 í B-deild Alþingistíðinda. (2414)

17. mál, gin- og klaufaveiki

Frsm. meiri hl. (Einar Árnason):

Jeg ætla ekki að tala langt mál um þessa brtt., en í samræmi við það, sem jeg mælti við 2. umr., get jeg ekki fallist á hana og hlýt að leggja móti því, að hún verði samþ. Ástæður þær, er hv. þm. Snæf. færði fyrir henni, þær, að kál væri holl fæðutegund og þörf, eru engar röksemdir í þessu máli. Þegar um það er að ræða að verjast erlendri sótthættu, kemur ekki til greina gagnsemi þeirrar vörutegundar, sem banna verður. Sje hún hættuleg, verður að banna hana. En um það skal jeg ekki deila frekar. Fyrir mjer vakir það, að stj. hafi fult vald á því, hvaðan vörur þessar eru fluttar inn í landið. En hitt er ekki eins sjálfsagt, að banna innflutning, sem það, að fullkomnu eftirliti verði við komið, hvaðan vörurnar flytjist.