09.03.1928
Neðri deild: 43. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2546 í B-deild Alþingistíðinda. (2436)

17. mál, gin- og klaufaveiki

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Jeg verð enn að mótmæla því, að hjer sje um nokkurt hjegómamál að ræða, eða að málið sje illa undirbúið af stj. Það hafa verið sótt ráð til þeirra manna; sem best máttu vita í þessu efni, og allar þær upplýsingar, sem fengust, notaðar við samning frv. Hjer er eingöngu um óumflýjanlegar varnarráðstafanir gegn því að þessi vágestur berist til landsins að ræða, en alls ekki neina verndartolla.

Jeg vísa algerlega á bug þeim ummælum, sem hv. 1. þm. Reykv. beindi til mín og stj. um slæman undirbúning þessa máls.