14.04.1928
Neðri deild: 72. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2655 í B-deild Alþingistíðinda. (2481)

17. mál, gin- og klaufaveiki

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Það, sem hv. 1. þm. Skagf. sagði, var stutt og laggott. Hann sagði, að jeg hefði skrifað um sig 10–20 skammagreinar. Það er sjálfsagt ekki ofmælt. En fleiri hafa skrifað um framkomu hv. þm. í þessu máli en jeg. Jeg skal nefna það sem dæmi, að fyrir landbn. liggja nú frá aðaldýralækni Dana aðfinslur um hv. 1. þm. Skagf. fyrir það, að hann hafi ekki gert það, sem hann átti að gera í þessu máli.

Hv. þm. Borgf. gerði lítið úr stuðningi þeim, sem stj. hefði af þessum umr. Jeg vil benda honum á t. d., að við höfum nú undanfarið barist hlið við hlið til þess að koma fram aðflutningsbanni á heyi. Með samþykt frv. er sigur unninn í því máli.

Þá þótti hv. þm. hart, ef stuðningsmenn stj. dræpu frv. í Ed. Jeg vil benda honum á, að þessi hv. deild hefir nú þegar „Saltað“ tvö frv., og var hv. þm. a. m. k. samþykkur slíkri meðferð á öðru þeirra.