14.04.1928
Neðri deild: 72. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2656 í B-deild Alþingistíðinda. (2485)

17. mál, gin- og klaufaveiki

Jón Ólafsson:

Hv. þm. Borgf. sagði, að stjórnin hefði minna vald en áður, ef frv. yrði samþykt. Þetta er skakt. Hún bætir við sig valdi. Jeg tek það enn fram, að lög geta ekki náð út yfir alt. Ef stj. og dýralæknirinn verða ekki á verði, er málið í voða.

Það hefði auðvitað verið best að hafa lagastuðning. En jeg er sannfærður um, að umr. verða hæstv. stj. góður stuðningur. Jeg legg mikið upp úr áhrifum frá till. hv. þm. Borgf. og því, sem hann hefir sagt af sinni miklu þekkingu um málið.

Landbn. hefir ekki snúist hugur. Hún tók málinu vel þegar í stað. En hún telur þýðingarlaust að ráðast á órjúfandi múr Ed. Dýralæknir hefir og tjáð nefndinni, að hann kysi fremur hálfan skaða en allan. Og það sama segi jeg fyrir mitt leyti.