19.03.1928
Efri deild: 51. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2793 í B-deild Alþingistíðinda. (2560)

32. mál, ungmennafræðsla í Reykjavík

Frsm. (Páll Hermannsson):

Jeg vil leyfa mjer að geta þess í sambandi við brtt. á þskj. 507, að þetta atriði, að laun beggja þeirra föstu starfsmanna, sem skipaðir skulu vera við þennan væntanlega skóla, skuli greiðast úr ríkissjéði, fjell af vangá úr brtt. við 4. gr. eins og hún var samþykt við 2. umr. Brtt. er í algerðu samræmi við frv. eins og hæstv. stjórn lagði það fyrir háttv. deild, og mentmn. er óskift sammála um þessa breytingu.