11.04.1928
Neðri deild: 68. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2801 í B-deild Alþingistíðinda. (2569)

32. mál, ungmennafræðsla í Reykjavík

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Jeg ætla aðeins að segja það, þótt jegt sje ekki alveg viss um, að allar brtt. nefndarinnar sjeu til bóta, þá finst mjer sumar þeirra vera það, og hinar ekki þannig, að jeg sjái ástæðu til að tefja málið með því að auka mótstöðu gegn þeim.

Jeg er, eins og hv. frsm., þeirrar skoðunar, að hjer sje aðeins um bráðabirgðatilraun að ræða, sem er nauðsynleg vegna hinnar miklu vöntunar á almennum skóla í Reykjavík. Jeg get líka lýst yfir því, að jeg álít, að þetta fyrirkomulag, sem hjer er sett og þau hlutföll, sem til eru tekin, sjeu ekki bindandi gagnvart framtíðinni. Það er aðeins verið að reyna að koma upp bráðabirgðaskóla fyrir þennan bæ, án þess að ákveða fast framtíðarskipulag.

Jeg mæli með því, að þessar tillögur hv. nefndar verði samþyktar, til þess að hraða afgreiðslu málsins sem hægt er.