28.01.1928
Efri deild: 8. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2843 í B-deild Alþingistíðinda. (2599)

33. mál, vernd atvinnufyrirtækja gegn óréttmætum prentuðum ummælum

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Þegar hv. 3. landsk. talar um blaðamenskusiðgæði, held jeg, að honum væri holt að minnast þeirra daga, þegar hann var ráðamaður í Heimastjórnarflokknum. Í aðalblaði þess flokks var þá sagt um einn merkan fylgismann Björns Jónssonar, að rjettast væri að þekja bakið á honum með fölskum og stolnum bankaseðlum. Er þetta gott dæmi um blaðamenskuháttprýði samherja hv. 3. landsk. á þeim dögum.