30.03.1928
Neðri deild: 61. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2860 í B-deild Alþingistíðinda. (2623)

33. mál, vernd atvinnufyrirtækja gegn óréttmætum prentuðum ummælum

Hákon Kristófersson:

Mjer þykir það undarlegt að heyra frá hæstv. forsrh., að þetta mál sje svo ómerkilegt, að því þurfi ekki að vísa til nefndar. Eins og háttv. 1. þm. Reykv. sagði, var því vísað til nefndar í hv. Ed. og allmikið rætt þar. Jeg sje ekki, hvaða skaði það ætti að vera þessu merkilega máli að vera athugað í nefnd. Hæstv. forsrh. dettur ekki í hug, að hann hafi ekki í hendi sjer, að þetta frv. nái fram að ganga, þótt því verði nú vísað til nefndar. Jeg tek undir með háttv. 1. þm. Reykv., að svo er að sjá, sem menn hafi ekki tekið eftir, er frv. fór í gegnum 1. umr. í deildinni.