30.03.1928
Neðri deild: 61. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2861 í B-deild Alþingistíðinda. (2624)

33. mál, vernd atvinnufyrirtækja gegn óréttmætum prentuðum ummælum

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Jeg sagði ekki, eins og hv. þm. Barð. hefir eftir mjer, að þetta mál væri ómerkilegt, heldur sagði jeg, að það væri einfalt og augljóst mál. En umr. um það í háttv. Ed. hygg jeg, að hafi frekar snúist um viðburði, sem gerðust fyrir nokkrum árum og jeg tel ástæðulaust að draga inn í umr. einnig hjer. Vitanlega geri jeg það ekki að neinu sjerstöku kappsmáli, hvort þessu máli verður vísað í nefnd ellegar ekki. Það er eingöngu af því, að nú er svo liðið á þingtímann, að jeg legg á móti því. Háttv. allshn., sem frv. mundi sennilega eiga heima í, hefir nóg annað á sinni könnu það sem eftir er þingtímans, og gæti því hæglega farið svo, að málið dagaði uppi.