30.03.1928
Neðri deild: 61. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2864 í B-deild Alþingistíðinda. (2628)

33. mál, vernd atvinnufyrirtækja gegn óréttmætum prentuðum ummælum

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Jeg get sætt mig við, hvort heldur sem vill, að málið fari tilnefndar eða það fari ekki til nefndar. En er hv. 2. þm. G.-K. undrast yfir mjer, þá undrast jeg ekki síður yfir því, að hann eða þeir 4 hv. þm., sem hjer hafa talað með allmiklum þjósti, skuli ekki hafa komið með till. þessa efnis, þegar það átti við, þ. e. við 1. umr. (ÓTh: Jeg var þá ekki í deildinni). Var þá enginn í deildinni? (ÓTh: Sennilega ekki!).

Það mun víst ekki hafa mikinn árangur, þótt málinu væri vísað til nefndar. Nú við 2. umr. lýsir hv. 2. þm. G.-K. því yfir ófeiminn, að hann hafi alls ekki kynt sjer innihald frv. (ÓTh: Það sagði jeg ekki). Jú, jeg ritaði þessi orð upp eftir hv. þm. Jeg verð að álíta, að þetta eigi hver þm. að gera, áður en hann greiðir atkv., að kynna sjer efni þeirra mála, sem koma til kasta þingsins. (ÓTh: Jeg er reiðubúinn að láta hlýða mjer yfir frv., ef vill). Afgreiðsla annara mála kemur þessu lítið við. Og þessi mál, sem hv. þm. tók sem dæmi, geta ekki verið komin frá sömu nefnd og þetta frv. Þetta frv. er komið frá allshn. í Ed., og hv. 2. þm. G.-K. á ekki sæti í allshn.