30.03.1928
Neðri deild: 61. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2877 í B-deild Alþingistíðinda. (2636)

33. mál, vernd atvinnufyrirtækja gegn óréttmætum prentuðum ummælum

Magnús Guðmundsson:

Jeg vil aðeins segja það, að jeg tel þessar umr. alveg óþarfar. Hæstv. forsrh. kvaðst sem sje ekki gera það að neinu kappsmáli, hvort málið fer til nefndar eða ekki. Út af því að talað hefir verið um, að það mundi hefta framgang málsins að vísa því til nefndar, skal jeg fyrir mitt leyti, eins og hv. þm. Barð. hefir gert, lofa því, að jeg mun ekki reyna að tefja afgreiðslu þess í nefndinni, heldur flýta henni. Hinir nefndarmennirnir eru allir stuðningsmenn stj., og ætti hún ekki að þurfa að óttast þá í þessu efni. Að öðru leyti ætla jeg ekki að blanda mjer inn í umr. fyr en við 3. umr., því að jeg geri fastlega ráð fyrir, að málið fari til nefndar.