18.02.1928
Efri deild: 26. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2916 í B-deild Alþingistíðinda. (2688)

41. mál, sala á landi Garðakirkju í Hafnarfirði

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Jeg hefi ekki mikið um þetta litla frv. að segja. Það er með sem fæstum orðum sagt það, sem um það þarf að segja, í hinu stutta nál. Frv. er borið fram í hv. Nd. og gekk viðstöðulaust í gegnum allar umr. þar, og jeg geri ráð fyrir, að svo muni einnig verða hjer.

Nefndin hefir ekki getað orðið vör við neitt, sem mælti á móti því, að þetta frv. gengi fram, og virðast því allar ástæður mæla með því, að svo verði. Leggur nefndin því til, að deildin samþ. það óbreytt.