02.03.1928
Efri deild: 37. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3143 í B-deild Alþingistíðinda. (2831)

91. mál, sala Garða á Akranesi

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Frumvarp þetta hefir verið endursent frá hv. Nd., sem gerði á því dálitla breytingu, sem er í því fólgin, að um mat á því, sem selt verður, og greiðslu kaupverðs fari eftir ákvæðum laga nr. 50, 16. nóv. 1907, um sölu kirkjujarða. Allshn. hefir athugað breytingu þessa og telur hana frekar til bóta, enda þótt hún telji hana skifta litlu máli, þar sem það var altaf meiningin, að farið yrði eftir lögum þessum með sölu jarðarinnar.

Legg jeg svo til fyrir hönd nefndarinnar, að frv. verði samþ.