25.01.1928
Neðri deild: 6. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3144 í B-deild Alþingistíðinda. (2834)

37. mál, nauðungaruppboð á fasteignum og skipum

Flm. (Magnús Guðmundsson):

Jeg býst ekki við, að það verði annar eins hvellur út af þessu frv. eins og næsta málinu á undan (skiftingu Gullbringu- og Kjósarsýslu). Þetta frv. er flutt í þeim tilgangi að gera einfaldari aðferðirnar og jafnframt ódýrari við sölu fasteigna og skipa. Það vill oft til, að kostnaðurinn við söluna verður of mikill í hlutfalli við verð eignanna, og miðar því þetta frv. bæði að því að tryggja hag eigendanna og veðhafa. Jeg ætla svo ekki að orðlengja um þetta frekar á þessu stigi málsins, en leyfi mjer að leggja til, að frv. verði að umr. lokinni vísað til allshn.