04.04.1928
Efri deild: 65. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1236 í B-deild Alþingistíðinda. (286)

1. mál, fjárlög 1929

Jónas Kristjánsson:

Að þetta mál kom svona seint fram, stafar af því, að jeg hygg, að það hafi legið hjá hæstv. stjórn og að hún hafi gengið inn á að flytja þetta. (Dómsmrh. JJ: Það hefir ekki sjest hjá stjórninni). Jæja, mjer hafði nú samt verið sagt það. Annars er sjerstök ástæða til þess að samþykkja þetta, því bæði er það hin mesta nauðsyn og svo hefir embættismönnum ríkisins verið svarað á þann hátt, er þeir fóru fram á launahækkun vegna þess, að þeir gætu ekki lifað sæmilegu lífi af þeim launum, er þeir hefðu nú, að skattar þeirra voru hækkaðir um ¼. Svo er þessi ábyrgð alveg hættulaus, því altaf er hægt fyrir ríkissjóð að halda eftir af mánaðarlaunum þeirra, ef hætta er á, að hann muni tapa. Skal svo ekki fjölyrt meira um þetta, en jeg tel illa farið að með slíkri aðferð og þessari.