05.03.1928
Neðri deild: 39. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3181 í B-deild Alþingistíðinda. (2887)

57. mál, þingsköp Alþingis

Frsm. meiri hl. (Hjeðinn Valdimarsson):

Allshn. hefir athugað brtt. þær, sem fyrir liggja. Brtt. á þskj. 352, sem jeg hefi leyft mjer að bera fram, er aðeins formlegs eðlis. Nefndin telur rjett að samþ. hana, með því að eftir frv. eins og það er nú mundi greinatala þingskapanna breytast. En það sýnist ekki ástæða til að prenta þau upp vegna þessarar litlu breytingar, og vill því nefndin samþ. þessa brtt., til þess að greinatalan haldist óbreytt.

Þá er brtt. á þskj. 265, frá hv. 1. þm. N.-M., um að skifta allshn. í tvær nefndir. Nefndin viðurkennir, að fleiri mál koma til allshn. en nokkurrar annarar nefndar, en eftir nána athugun komst hún að þeirri niðurstöðu, að lítill ljettir mundi verða að því að fá sjerstaka sveitamálanefnd.

Í fyrra var 33 málum vísað til allshn., og af þeim mundu aðeins 7 hafa heyrt undir sveitamálanefnd, og svipað er um hlutfallið nú. Nefndin sjer því ekki, að þessu athuguðu, ástæðu til að mæla með því, að þessi till. verði samþykt. Þó hefir einn nefndarmaður sjerstöðu í málinu.