04.04.1928
Efri deild: 65. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1237 í B-deild Alþingistíðinda. (289)

1. mál, fjárlög 1929

Jón Þorláksson:

Þetta er svo óvanaleg aðferð, sem hjer er nú viðhöfð, að neita um afbrigði, að jeg vil leyfa mjer að fara þess á leit við hæstv. forseta, að hann fresti atkvgr. til laugardags. Þarf þetta ekki að tefja þingstörfin, því að ekki mun ætlast til, að þá verði fundur í þessari deild að öðrum kosti.