14.02.1928
Neðri deild: 22. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3205 í B-deild Alþingistíðinda. (2923)

38. mál, þinglýsing skjala og aflýsing

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Það eina, sem jeg geri að ágreiningsatriði hjer, er tíminn, sem lögin eiga að ganga í gildi. Jeg vona því, að hv. þdm. geti fallist á það, að lögin gangi í gildi í sumar. Og jeg skal taka það fram aftur, að þó að reglugerðin verði ekki komin þá, gerir ekkert til, því að nota má gömlu skrárnar áfram, enda geri j eg ráð fyrir, að svo verði gert meðan þær endast.