05.03.1928
Efri deild: 39. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3216 í B-deild Alþingistíðinda. (2948)

127. mál, skattgreiðsla h/f Eimskipafélags Íslands

Fjmrh. (Magnús Kristjánsson):

Jeg stend hjer upp til þess að mæla með því, að þetta frv. nái fram að ganga, því að það fer í raun og veru aðeins fram á framlengingu á því ástandi, sem nú er í því efni, sem það fjallar um.

Eins og öllum er kunnugt, hafa verið talsverðir örðugleikar fyrir þessu fjelagi á því að halda áfram rekstri sínum, svo að hann samsvaraði bæði tilgangi fjelagsins í upphafi og kæmi almenningi að sem mestum notum. En þar sem sjáanlegt er, að fjelagið geti ekki án stuðnings frá þinginu hliðrað til framvegis um skipakomur á lakari höfnum eins og það hefir gert, þá virðist ekki hægt annað en að þessar ívilnanir fái að standa enn urri stund, og það því fremur, sem samkepni útlendra gufuskipafjelaga er nú orðin svo áköf, að fjelagið getur varla siglt á allar þær hafnir, sem það hefir gert hingað til. Þegar tekið er tillit til þessa ástands, hygg jeg, að ekki sje hægt annað en að veita fjelaginu áfram þessar ívilnanir, sem það hefir haft um undanfarin 5 ár.