02.02.1928
Neðri deild: 12. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3233 í B-deild Alþingistíðinda. (2988)

59. mál, ríkisborgararéttur

Frsm. (Gunnar Sigurðsson):

Frv. þetta þarf ekki langrar framsögu. Eins og skýrt er frá í greinargerðinni, er það flutt eftir ósk frú Bjargar C. Þorláksdóttur, því að hún hefir sökum dvalar erlendis mist íslenskan ríkisborgararjett, en hún unir því illa að verða að teljast Dani á ferðum sínum utanlands og verða að nota danskt vegabrjef. Nefndin telur því sjálfsagt að verða við þessari ósk hennar. Hvað nafnið snertir, þá hefir því verið breytt úr Þorláksson í Þorláksdóttur, því að ekki er kunnugt um, að hún hafi fengið lögfestingu fyrir ættarnafninu „Þorláksson“, og slík lögfesting er nú úr lögum numin.