28.03.1928
Efri deild: 59. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3278 í B-deild Alþingistíðinda. (3071)

56. mál, bæjarstjórn Ísafjarðar

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Frumvarp þetta er komið frá Nd. Þegar það var flutt þar, var það víðtækara miklu en það er nú; voru ýms ákvæði feld úr frv. í meðferð þess í Nd. Eftir að hafa kynt sjer gang málsins í Nd., sá allshn. ekki ástæðu til að taka þau ákvæði upp aftur, er þar voru feld niður; leggur hún til, að frv. verði samþykt óbreytt.

Á þskj. 430 mun vera prentvilla. Þar er vitnað í lög nr. 62, en mun eiga að vera lög nr. 67. Jeg hygg, að þetta hafi verið lagfært í skjalapartinum, en get þess þó hjer.

Fyrir hönd nefndarinnar hefi jeg svo ekki fleira að segja; hún telur það rjettmætt, að frv. gangi fram.