24.02.1928
Neðri deild: 31. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3284 í B-deild Alþingistíðinda. (3099)

124. mál, laxveiði í Nikulásarkeri í Norðurá

Magnús Guðmundsson:

Mjer skilst, að þetta veiðiker, Nikulásarker, sje langt frá prestssetrinu. Jeg verð að segja, að mjer finst ástæða til að líta á, hvernig þeir menn, sem búa við ána, eiga að hafa gagn af henni. Presturinn hefir ekki annað við kerið að gera en leigja það öðrum. Mjer skildist á hv. þm. Mýr., að hann vildi vísa málinu til nefndar, sem jeg á sæti í, og fyr en málið hefir verið athugað í nefnd, mun jeg ekki láta uppi álit mitt um það.