16.03.1928
Neðri deild: 49. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3287 í B-deild Alþingistíðinda. (3107)

124. mál, laxveiði í Nikulásarkeri í Norðurá

Magnús Jónsson:

Jeg vildi aðeins vekja athygli á einu smáatriði, sem tekið er fram í brtt. á þskj. 377. Það er, að mjer skilst, svo, að mat á heimatekjum Stafholtsprestakalls þurfi að fara fram áður en bæturnar falla niður. Það er sennilegt, að jörðin sje metin eitthvað hærra fyrir það, að þetta ker er með, og heimatekjurnar ættu eitthvað að lækka við það, að þessi hlunnindi eru tekin undan, og því rjettast að miða bæturnar við, hve lengi þessi hlunnindi fylgja jörðinni. Það er sjálfsagt, að sá prestur, sem nú er í Stafholti, heldur bótunum á meðan hann er þar, en mjer skilst, að þær verði að miðast við heimatekjur staðarins. En þetta mætti vel athuga til 3. umr.