16.03.1928
Neðri deild: 49. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3299 í B-deild Alþingistíðinda. (3120)

124. mál, laxveiði í Nikulásarkeri í Norðurá

Magnús Jónsson:

Jeg get fallist á það, sem hæstv. forsrh. sagði í ræðu sinni, að ekki þyrfti annað en að fella niður 2. málsgrein í 2. brtt. á þskj. 377, til að ákveða um, að bæturnar skuli haldast. Höfum við í fjelagi borið fram skriflega brtt. um þetta efni. Jeg hefi orðið var við, að önnur brtt. væri á ferðinni, og væri því ef til vill rjettast að taka málið út af dagskrá, svo að hægt væri að prenta till. og útbýta þeim. En annars býst jeg við, að hv. þdm. sje kunnugt um efni þeirra.