30.03.1928
Efri deild: 61. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3302 í B-deild Alþingistíðinda. (3131)

124. mál, laxveiði í Nikulásarkeri í Norðurá

Frsm. (Jón Baldvinsson):

Það er tekið fram í 2. gr. frv., að fullar bætur eigi að greiða prestinum samkvæmt mati óvilhallra manna. En það er ekkert tekið fram um það, hver eigi að greiða matið. Vanalega á sá að gera það, sem um matið biður, og allshn. vill láta þess getið, að hún ætlist til, að Laxveiðafjelag Norðurár greiði kostnað við matið.