29.03.1928
Efri deild: 60. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3419 í B-deild Alþingistíðinda. (3192)

44. mál, hvíldartími háseta á botnvörpuskipum

Halldór Steinsson:

Mjer þótti hv. 5. landsk. tútna nokkuð mikið út og sýna óþarflega mikinn gorgeir í sinni svarræðu við þeim orðum, sem jeg sagði áðan. Hann furðaði sig á því, að jeg sem læknir skyldi gerast til þess að andmæla þessu frv. Jeg hygg, að fleiri læknar verði mjer sammála um. þetta, enda hefi jeg aldrei orðið var við heilsuveilu hjá þeim mönnum, sem á togurunum starfa, vegna of mikillar vöku. Enda mun sumt annað í starfsháttum á togurunum hættulegra fyrir heilsu manna en vökurnar. Hv. þm. tók það fram, að þetta væri sjerstaklega nauðsynlegt vegna veiðanna á Halamiðum. Nú er það vitanlegt, að togarar eru að hætta að fiska þar, og er þetta því eins og annað, sem fram er borið í málinu, ljett á metunum.