20.01.1928
Neðri deild: 2. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 27 í B-deild Alþingistíðinda. (32)

Kosning fastanefnda

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Jeg vil aðeins benda á, að eftir því sem reynslan hefir orðið undanfarið, þá mundi afleiðingin af frestun kosningar í fjvn. verða sú, að þingið yrði lengt um jafnmarga daga og fresturinn yrði.

Hingað til hefir þingtíminn aðallega miðast við störf fjvn.; og hvað störf kjörbrjefanefndar taka langan tíma, en ómögulegt að segja ennþá. En það er þessi töf, sem liggur við, ef slíkt ráð verður tekið, að leita afbrigða frá þingsköpum um þetta.