13.04.1928
Neðri deild: 70. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1330 í B-deild Alþingistíðinda. (323)

1. mál, fjárlög 1929

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Hv. 1. þm. Skagf. hefir bæði í þessari ræðu og áður gert mikið úr brjefi, sem hann segir, að sjer hafi verið sýnt, og leggur hann megináherslu á það sem sönnunargagn fyrir því, að peningar sjeu til. Jeg get lýst yfir því, að þetta brjef hefir ekki fylgt skjölum málsins eða umsókn fjelagsins. Jeg hefi að vísu fengið að sjá það, en alveg „prívat“, og álít mig ekki hafa leyfi til að segja neitt úr því. En þar sem hv. 1. þm. Skagf. leggur svo mikið upp úr brjefinu, krefst jeg þess, að hann sjái fyrir, að það verði birt, svo að alþjóð megi dæma um, hvers virði það er.