10.03.1928
Efri deild: 44. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3531 í B-deild Alþingistíðinda. (3262)

113. mál, verðtollur

Frsm. l. minni hl. (Jón Þorláksson):

Jeg vil, að gefnu tilefni af hæstv. dómsmrh., leiða athygli háttv. þdm. að því, að þetta ákvæði er ekki orðað svo, að það gildi eingöngu fyrir Reykjavík, heldur er það bundið við þau umdæmi, þar sem ríkissjóður greiðir að fullu kostnaðinn við starfrækslu tollheimtunnar. Og stj. getur með úthlutun skrifstofufjár þess, er hún ræður yfir, ráðið því, hvort ákvæði þetta skuli ná til umdæmanna utan Rvíkur. Telji stj. tollheimtukostnaðinn að fullu greiddan, þá nær ákvæðið til þeirra umdæma.