30.03.1928
Neðri deild: 61. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3538 í B-deild Alþingistíðinda. (3274)

113. mál, verðtollur

Ólafur Thors:

Jeg sje ekki ástæðu til að gera þetta að kappsmáli. Mjer finst þetta vera heldur óviðfeldin aðferð, sem beitt er gegn skattþegnunum. Þeim er gefið í skyn, að hækkunin eigi ekki að ganga í gildi fyr en 1. júlí, en á síðustu stundu er því breytt verulega. Það er þetta, sem vakir fyrir mjer; jeg kann illa við, að löggjafinn sje að reyna að hlunnfara skattþegnana. En jeg er sammála hv. flm. um. að yfirleitt sje rjett að láta tollhækkanir ganga í gildi fyrirvaralaust.

Jeg held, að óhætt sje að fullyrða, að alþjóð manna hafi búist við því, að tekjufrv. stjórnarinnar og stjórnarliðsins mundu verða samþ., og því er full ástæða til að ætla, að margir hafi nú þegar gert kaup með þetta fyrir augum. Gegn þessum mönnum er ekki rjettlátt að breyta lögunum á elleftu stundu, og get jeg því ekki greitt brtt. atkv.