13.04.1928
Neðri deild: 70. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1332 í B-deild Alþingistíðinda. (333)

1. mál, fjárlög 1929

Gunnar Sigurðsson:

Má vera að hæstv. forseta þyki svarið undarlegt, en jeg skýrði aðeins „objektivt“ frá málavöxtum og áliti Samgmn. Og jeg vænti, að hv. þd. virði okkur ekki svarið til verri vegar í þeim önnum, sem hjer eru nú, þar sem augljóst er, að engar breytingar ná fram að ganga á þinginu. — Það hefir og jafnan reynst örðugt að koma fram heim breytingum, sem vegamálastjóri hefir lagt eindregið á móti. Þótt hann eigi ekki að ráða frá stjórnskipulegu sjónarmiði, er hann þó sá, sem flestir taka mest tillit til í vegamálum. Þetta fór alveg á sama hátt í fyrra, að þá varð ekkert af breytingum á vegalögunum, enda þótt frv. væri borið fram um þær.