07.03.1928
Efri deild: 41. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3617 í B-deild Alþingistíðinda. (3338)

92. mál, síldarbræðslustöðvar

Jón Þorláksson:

Í sjálfu sjer er jeg ánægður með svar hæstv. fjmrh. En jeg held, að ef verksmiðjan verður á annað borð í fyrstu reist og rekin á kostnað ríkissjóðs, sje ekki, vegna stjórnarskrárinnar, hægt að afhenda hana nema um það sje sjerstakt lagaákvæði. Vona jeg því, að hæstv. fjmrh. hafi ekkert á móti brtt. Hún slær engu föstu um, hvað stjórnin eigi að gera, en tryggir aðeins það, að henni verði allar þrjár leiðirnar opnar og jafnheimilar.