07.03.1928
Efri deild: 41. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3619 í B-deild Alþingistíðinda. (3341)

92. mál, síldarbræðslustöðvar

Jóhannes Jóhannesson:

Hæstv. fjmrh. leit svo á, að brtt. á þskj. 396 sje óþörf; í orðum frv. sjálfs felist það sama og í brtt. Nú segir í 36. gr. stjórnarskrárinnar, að ekki megi „láta af hendi neina af fasteignum landsins nje afnotarjett þeirra, nema samkvæmt lagaheimild.“ — Vil jeg nú beina þeirri fyrirspurn til hæstv. fjmrh., í hvaða orðum frv. þessi heimild liggi. Hæstv. fjmrh. hyggur, að þessi heimild liggi í frv. sje jeg því ekki annað en hann sje sammála flm. brtt. Ágreiningurinn er um það, hvort heimildin liggi í sjálfu frv. eins og það er nú. Ef vafi er á því, tel jeg sjálfsagt, að brtt. verði samþ. Ef heimildin er í frv., er brtt. óþörf.