13.04.1928
Neðri deild: 70. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1333 í B-deild Alþingistíðinda. (335)

1. mál, fjárlög 1929

Hannes Jónsson:

Jeg vil aðeins geta þess sem minnar skoðunar, að það er ekki eingöngu vegna álits vegamálastjóra, að jeg er andvígur öllum breytingum á vegalögunum. Jeg lít svo á, að ekki beri að taka fleiri vegi upp í lögin fyr en búið er að leggja þá, sem nú þegar eru komnir þar. Jeg held, að það sje nógu rækilega rannsakað, að það sjeu nauðsynlegustu vegirnir, og til þess að ljúka þeim þarf stórfje á hverju ári, a. m. k. fram yfir 1940. Ef jeg á eitthvað um þetta mál að fjalla á næsta þingi, þarf jeg engra ráða að leita til vegamálastjóra, heldur verð jeg á móti öllum breytingum.