03.04.1928
Neðri deild: 64. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3686 í B-deild Alþingistíðinda. (3410)

92. mál, síldarbræðslustöðvar

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Hv. 2. þm. G.-K. veit vel, að það er mikil nauðsyn fyrir stjórnina að fá afgreiðslu þessa máls nú, til þess að hún geti staðið að vígi eins og hún þarf til þess að undirbúa þá samninga, sem eru að byrja. Jeg hefi lýst yfir því, að jeg væri sammála þeim anda, sem kemur fram í brtt. hv. þm. V.-Ísf., en jeg verð að segja það, að það er mikil áhætta fyrir hv. 2. þm. G.-K. að eiga það undir yfirlýsingu manns, sem af tilviljun situr í sæti atvmrh., hvernig hann greiðir atkv. um þetta mál. Jeg get hrokkið upp af á morgun, — og hvaða gagn hefir hv. þm. þá af minni yfirlýsingu?

Það er ómögulegt að verða við því, að gefa endanlega yfirlýsingu um rekstur fyrirtækisins, þar sem skýrsla hv. 3. landsk. kom ekki fyr en eftir að þing var byrjað, og jeg hefi haft mjög mikið að gera síðan.