30.01.1928
Efri deild: 9. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1343 í B-deild Alþingistíðinda. (344)

7. mál, skógar, kjarr og lyng

Jón Þorláksson:

Jeg þarf ekki að eyða fleiri orðum að brtt. mínum, þar sem bæði hæstv. atvmrh. og hv. frsm. töldu þær vera til skýringar á skilningi þeirra á frv.

Það gladdi mig að heyra það álit þeirra, að þeir væru í raun og veru ekki ánægðir með frv. eins og það kom frá skógræktarstjóra. En með tilliti til orða hv. frsm., að frv. gerði ráð fyrir því, að lönd, sem tekin væru til nýræktar, væru alfriðuð, þá er það nú tvíbent í frv., en því væri hægt að ná með brtt. til 3. umr.

Frsm. kvartaði undan litlum skilningi manna á skógræktarmálinu. Svona lagaákvæði eru einmitt ekki vel fallin til að auka hann, þar sem gert er ráð fyrir því sem sjálfsögðum hlut, að þessi afgirtu lönd verði notuð til beitar.

Eftir að hafa heyrt þessar undirtektir við aths. mínar, þykir mjer rjett að athuga, hvort ekki er hægt að ná samkomulagi um þær til 3. umr., og segi því ekki meira nú.