03.02.1928
Neðri deild: 13. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1350 í B-deild Alþingistíðinda. (354)

7. mál, skógar, kjarr og lyng

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Jeg vil aðeins taka það fram, að hjer er um að ræða endurskoðun á 20 ára gamalli, úreltri löggjöf. Frv. er sniðið eftir till. Skógræktarstjóra, en jafnframt hefir garðyrkjustjóri haft það til meðferðar. Það hefir nú verið rækilega athugað í hv. Ed. og gerðar á því nokkrar breytingar. Vona jeg, að hv. Nd. sjái sjer fært að samþykkja það, en legg til, að því verði að þessari umr. lokinni vísað til hv. landbn.