18.02.1928
Efri deild: 26. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3930 í B-deild Alþingistíðinda. (3555)

77. mál, einkasala á síld

Einar Árnason:

Jeg hefi flutt hjer brtt. á þskj. 232, sem jeg vona, að verði ekki mikill ágreiningur um. Hún er aðeins til þess að rýmka dálítið um ákvæði í 3. gr., sem er þess efnis, að útflutningsnefnd eða framkvæmdastjórar skuli hafa skrifstofu á Siglufirði um síldveiðitímann. Mjer virðist þetta ákvæði helsti þröngt, því að það gæti þótt ástæða til að hafa þar opna skrifstofu um lengri eða skemri tíma af árinu, og vildi jeg því heldur láta þetta vera óbundið. Vænti jeg, að hv. flm. þessa frv. hafi ekkert við þessa brtt. mína að athuga.