13.02.1928
Neðri deild: 21. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1353 í B-deild Alþingistíðinda. (358)

7. mál, skógar, kjarr og lyng

Fram. (Lárus Helgason):

Það þarf ekki langt mál til að skýra þessa brtt., sem landbn. flytur á þskj. 156. Við nánari athugun sá nefndin, að rjett var að bæta inn í 7. gr. einu orði, þar sem skógræktarstjóra er heimilað að leyfa beit í hinu friðaða landi. Nefndin sá enga ástæðu til að banna að beita þar hrossum, því að það er alkunna, að þau skemma slíkt land miklu síður en sauðfje. Verður málsliðurinn þá þannig, þegar orðinu „hrossum“ er bætt við : „Heimilt er honum að leyfa að beita þar kúm, hrossum og sauðfje frá 20. júní til 1. október“.

Hjer er ekki um neina aðra breytingu að ræða, og vona jeg, að háttv. deild sjái ekki neitt athugavert við það að taka þessa brtt. til greina.