21.01.1928
Neðri deild: 3. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1357 í B-deild Alþingistíðinda. (369)

21. mál, lífeyrir starfsmanna Búnaðarfélags Íslands

Fjmrh. (Magnús Kristjánsson):

Jeg álít ekki, að ummæli hv. 1. þm. Reykv. (MJ) hafi gefið mjer tilefni til svars. En það gæti orðið erfiðleikum bundið að taka nú þegar alla undir lögin, sem til mála gætu komið. Þegar laun slíkra starfsmanna eru lág, eða þeir gefa sig ekki að starfinu nema að nokkru leyti og fást við önnur störf jafnframt, þá er vandamál að skera úr, hvað gera skuli.

Um stofnsjóðinn má geta þess, að hann hefir að vísu verið nokkur styrkur, en eftir því sem hann vex, gætir þess minna. En jeg hefi ekkert á móti því, að tekið væri til athugunar, hvort ekki mundi vera rjett að styrkja hann frekar. Með það fyrir augum get jeg fallist á tillögu hv. 2. þm. Rang. (GunnS) um, að vísa skuli málinu til fjhn.