03.04.1928
Efri deild: 64. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 4255 í B-deild Alþingistíðinda. (3698)

62. mál, atkvæðagreiðslur utan kjörstaða við alþingiskosningar

Jón Baldvinsson:

Jeg fæ ekki sjeð það, að kjósendur fái frekar að kjósa tvisvar, þótt atkvæðatalning sje flutt aftur fyrir. Samkvæmt 5. gr. getur kjósandi jafnan krafist þess, að sjer sje afhent atkvæði sitt. Því getur kjósandi komið í upphafi kjörfundar og krafist þess, að sjer sje afhent brjefið og að hann fái að kjósa á ný. Þetta kemur því ekki í veg fyrir, að menn geti kosið tvisvar sinnum, en vitanlega er ekki hægt að taka gilt nema eitt atkvæði frá hverjum kjósanda. Jeg álít ekki frekar ýtt undir með að greiða atkvæði tvisvar með frv. eins og það kemur fyrir heldur en eftir till. hv. minni hl.